Barnavernd

Velferð barna á svæði Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu skiptir höfuðmáli. Mál eru unnin samkvæmt Barnaverndarlögum nr. 80/2002. Markmið laganna er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð. Hlutverk barnaverndar er að veita börnum og fjölskyldum ráðgjöf, styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og beita úrræðum sem barni er fyrir bestu, eins og stuðning í skóla, meðferðarviðtöl hjá sálfræðingi, helgardvöl hjá stuðningsfjölskyldu og fleira. Barnavernd leitast ætíð við, í hverju máli, að starfa í samstarfi við börn og foreldra til að bæta hag og líðan allra fjölskyldumeðlima. 

Sjá nánar á heimasíðu.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR