Félagsmál

Byggðasamlag um félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu tók til starfa árið 2003. Að byggðasamlaginu standa Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur, en sá síðastnefndi gekk að fullu í samlagið um áramótin 2005-2006. 

Sjá vefsíðu hér.

Skólamál

Laugalandsskóli sækir ráðgjöf og greiningar til skólaþjónustu Rangarvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu sem staðsett er að  Suðurlandsvegi 1-3 á Hellu. Boðið er upp á sálfræðiþjónustu, þjónustu kennsluráðgjafa, þjónustu talmeinafræðings og iðjuþjálfa eftir beiðni frá kennara og foreldra. Deildarstjóri stoðþjónustu er tengiliður milli skóla og Skólaþjónustunnar og fara því allar greiningar og þjónusta af þeirra hendi í gegnum hann. Deildarstjóri sér um að boða nemendur, foreldra og kennara á fundi þeirra. Þessir aðilar sinna greiningu og ráðgjöf til starfsmanna og foreldra. Skólaþjónustan býður upp á úrval námskeiða fyrir starfsmenn skólanna og leitar eftir hugmyndum frá skólunum í þeim efnum. Að auki er veitt ráðgjöf til sveitarstjórna og fræðslunefnda um ýmislegt sem lýtur að skólamálum. Sérfræðiþjónustan kemur að endurmenntun og fræðslu fyrir starfsfólk skólanna, bæði í formi styttri fræðslufunda og einnig umfangsmeiri námskeiða.
Verksvið skólaþjónustunnar er í samræmi við lög um grunn- og leikskóla og reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla auk samþykkta Byggðasamlags um félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.

Sjá vefsíðu hér.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR