Í Jafnréttisnefnd Laugalandsskóla 2024-2025 sitja Erla Berglind Sigurðardóttir, Bæring Jón B. Guðmundsson og Steinunn Björg Hlífarsdóttir.
Jafnréttisáætlun Laugalandsskóla má nálgast hér.
Nefnd þessu sér um stefnu og áætlanagerð fyrir skólann. Jafnréttisáætlun þessi er hluti af skólanámskrá Laugalandsskóla og byggir á lögum um grunnskóla nr. 91/2008, lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 og 151/2020, Jafnréttisstefnu Rangárþings ytra og Aðalnámskrá grunnskóla. Í lögum um jafnrétti kynjanna kemur fram að öllum fyrirtækjum og stofnunum sem hafa fleiri en 25 starfsmenn beri að setja sér jafnréttisáætlun. Tilgangurinn með lögunum er fyrst og fremst sá að tryggja að hæfileikar og færni allra fái sín notið. Móta þarf stefnu sem nær yfir nemendur, starfsfólk og foreldra. Samhliða gerð stefnu er mikilvægt að gera áætlun svo hægt sé að innleiða stefnuna jafnt og þétt yfir tímabilið. Það má líta á jafnréttisstefnu sem viljayfirlýsingu. Skólastjóri ber endanlega ábyrgð á jafnréttisstefnu skólans. Hins vegar getur hann falið kennurum/starfsmönnum að semja hana og fylgja henni eftir. Árlega þarf að fara í gegnum úrbótaáætlun, uppfæra tölulegar upplýsingar og skipuleggja skólastarfið í samræmi við þau markmið sem sett hafa verið. Einnig er nauðsynlegt að endurskoða jafnréttisáætlunina í heild sinni á þriggja ára fresti.