Náms- og starfsráðgjöf

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að vera talsmenn nemenda í skólanum, standa vörð um velferð nemenda og leita lausna í málum þeirra. Námsráðgjafar er bundnir þagnarskyldu um einkamál nemenda, að undanskyldum ákvæðum í lögum um barnavernd nr. 80/2002.

Námsráðgjafi er trúnaðarmaður nemenda. Náms- og starfsráðgjafi skólans veitir nemendum persónulegan og félagslegan stuðning í námi og starfsvali. Hann veitir einnig ráðgjöf til foreldra, kennara og annarra starfsmanna skóla varðandi námsárangur, námstækni, félagsleg samskipti og vellíðan einstakra nemenda og hópa, auk þess kemur hann að vinnu í eineltis- og forvarnarmálum. Stuðningur námsráðgjafa felst meðal annars í því að leiðbeina um góð vinnubrögð og námsaðferðir, stuðla að því að nemendur búi við sem bestar aðstæður, veita stuðning og aðstoð við lausn vandamála, auka skilning á möguleikum í námi og starfi, stuðla að bættum samskiptum innan skólans og hlúa að forvarnarstarfi.

Námsráðgjöf er þjónusta fyrir alla nemendur skólans og geta þeir sjálfir leitað til námsráðgjafa auk þess sem foreldrar, kennarar og skólastjórnendur geta óskað eftir ráðgjöf fyrir nemendur. Forráðamenn geta pantað tíma á sértakri bókunarsíðu sem er á heimasíðu skólans eða í gegnum umsjónarkennara barnsins eða haft samabandi í gegnum netfangið: yngvi@skolamal.is

Námsefni sem notast er við er:

Margt er um að velja
Ég og framtíðin
Stefnan Sett
Næsta skref

Um er að ræða 6 til 10 tíma á elsta stigi

Fyrsti tími – ábyrgð á eigin námi
Annar tími – gildi
Þriðji tími – störf
Fjórði tími – störf
Fimmti tími – hvað vil ég verða þegar ég verð eldri
Sjötti tími – hvaða skólar eru í boði
Sjöundi tími – hvaða námsáfangar eru í boði
Áttundi tími – skipulag náms
Níundi tími –  skipulag náms
Tíundi tími – allt annað

Einstaklingsráðgjöf

Hægt er að bóka einstaklingstíma hjá námsráðgjafa með því að smella hér.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR