Skólaráð

Fundargerðir (smellið hér til þess að nálgast fundargerðir skólaráðs)

Í nýju grunnskólalögunum kemur fram að í stað Foreldraráðs komi Skólaráð. Í 8. Grein grunnskólalaganna segir um skólaráð:

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar.

Skólaráð skal skipað sjö einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Fulltrúar nemenda skulu eiga kost á að taka þátt í umræðum skólaráðs þegar fjallað er um velferðar- og hagsmunamál nemenda eftir nánari ákvörðun ráðsins. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári.

Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um starfsemi skólaráða í samráði við samtök sveitarfélaga, kennara og foreldra.

Nafn
Sigurjón Bjarnason
Borghildur Kristinsdóttir
Regula V. Rudin
Thelma María Marinósdóttir
Ragna Magnúsdóttir
Ragnheiður Ólafsdóttir
Kristín Ósk Ómarsdóttir
Árbjörg Sunna Markúsdóttir
Þorbjörg Skarphéðinsdóttir


skólastjóri
fulltrúi grenndarsamfélags
fulltrúi starfsmanna skóla
fulltrúi kennara
fulltrúi kennara
fulltrúi foreldra
fulltrúi foreldra
fulltrúi nemanda
fulltrúi nemanda

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR