Valgreinar í Laugalandsskóla

Í boði á haustönn 2025

Nemendaráð

Kennslutilhögun: Nemendur hittast ásamt Dagnýju einu sinni í viku á fundum. Þar eru skipulagðir viðburðir, rætt hvað má betur fara innan skólans og hvað gengur vel. Nemendur vinna samkvæmt reglum nemendaráðs sem má finna á heimasíðunni. 

Námsmat: Nemendur eru metnir út frá virkni á fundum og viðburðum. Einnig er mikil áhersla lögð á virðingu og samvinnu.

Aðrar upplýsingar: Einungis í boði fyrir þá sem bjóða sig fram og eru kosnir inn í nemendaráð af samnemendum á unglingastigi. 

Virkt allt árið


Tálgun

Kennslutilhögun: Í tálgunarvali taka nemendur þátt í að sækja ferskan efnivið út í skóg og vinna úr honum fjölbreytta tálgugripi. Lögð er áhersla á að lesa skóginn, hvað má grisja svo annað fái að vaxa og dafna, auk þess sem nemendur tileinka sér rétta tálgutækni.

Námsmat:

Er í boði á haustönn 2025


Kraftlyftingar

Kennslutilhögun: Kennd verða undirstöðuatriði í kraftlyftingum sem snúa að hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Nemendur fá sérsniðna þjálfunaráætlun út frá eigin getu og vinna hana undir handleiðslu kennara.
Námsmat: Lagt er mat á virkni og þátttöku nemenda sem og vilja þeirra til að fara eftir fyrirmælum og leiðbeiningum.

Aðrar upplýsingar: Einungis í boði fyrir nemendur í 9. og 10. bekk

Er í boði á haustönn 2025


Heimilisfræði

Kennslutilhögun: Verkleg vinna í
eldhúsi, sýnikennsla, einstaklingsvinna, paravinna sem og innlögn frá kennara. Kennd er almenn matargerð, suða, steiking og bakstur. Matreiddar eru einfaldar og hollar máltíðir og bakkelsi og þess gætt að hráefnið nýtist sem best.

Námsmat: Þátttaka og virkni í tímum

Er í boði á haustönn 2025


Skólahreysti

Kennslutilhögun: Kennd verða undirstöðuatriði í skólahreystigreinum: Upphífingum, dýfum, armbeygjum, hreystigreip og hraðaþraut. Árangur mældur og nemendur hvattir áfram til bætinga. Mikilvægt að nemendur átti sig á því að til að ná hámarksárangri þarf að æfa sig heima/í skóla utan æfingatíma.

Námsmat: Lagt er mat á virkni, þátttöku og bætingu nemenda sem og vilja þeirra til að vinna saman í hóp til þess að skólahreystiliðið nái árangri. Einn fyrir alla, allir fyrir einn

Er í boði á haustönn 2025


Málsmíði

Kennslutilhögun: Markmiðið er að nemendur öðlist þekk­ingu, færni og hæfni í málmsmíði. Þeir læri að takast á við þau viðfangs­efni sem málmsmiðir inna af hendi s.s. nýsmíði og viðhald úr mis­mun­andi gerðum málmplatna, stang­ar­efnis og rörum. Helstu verkfæri eru: Málband, gráðubogi, sirkill, beygjuvél, slípirokkur, standborvél, rafsuðutæki (bæði rúlluvél og pinnavél).

Námið er verk­efna­tengt, bæði skylduverkefni og síðan fá nemendur að velja sér verkefni.

Námsmat: Lagt er mat á virkni og þátttöku nemenda. Vinnubrögð þeirra við verkefni metin sem og vilja þeirra til að fara eftir fyrirmælum og leiðbeiningum

Er í boði á haustönn 2025


Snyrtifræði

Kennslutilhögun: Nemendur hittast einu sinni í viku með Steinunni. Í snyrtifræði læra nemendur um húðumhirðu og mikilvægi hennar, einnig fá þau kynningu á mismunandi förðunum og læra um starfið sjálft og námið. 

Námsmat: Nemendur eru metnir út frá virkni í tímum. 

Annað:

Er í boði á haustönn 2025


Dagskóli

Kennslutilhögun: Nemendur taka virkan þátt í dagskólanum með því að hjálpa nemendum í 1.-4. bekk með verkefni, leiki, spil og annað sem er í boði hverju sinni.

Námsmat: Lagt er mat á virkni og þátttöku nemenda.

Annað:

Er í boði á haustönn 2025

Söðlasmíði

Kennslutilhögun: Markmið áfangans er að nemendur öðlist færni í meðferð leðurvara . Unnið er í viðhaldi og viðgerðum á reiðtygjum og leðurvöru. Einnig nýsmíði og undirbúningur fyrir vinnslu á reiðtygjum og leðurvöru.

Nemendur þurfa að læra á helstu handverkfæri og efni sem tengjast greininni. Mikilvægt er að geta unnið eftir teikningum eða öðrum fullbúnum hlutum, öðlast kunnáttu til að máltaka og setja upp eigin teikningar. Söðlasmiður saumar, pússar, límir og litar, vinnur með ýmis áhöld, efni og tæki og þarf að geta notað tölvutækni við upplýsingaöflun og hugmyndaþróun.

Námsmat: Lagt er mat á virkni og þátttöku nemenda sem og vilja þeirra til að fara eftir fyrirmælum og leiðbeiningum.

Annað:

Er í boði á haustönn 2025

Borðtennis

Kennslutilhögun:

Námsmat:

Annað:

Er í boði á haustönn 2025

Textílval

Kennslutilhögun:

Námsmat:

Annað:

Er í boði á haustönn 2025

Ekki í boði á haustönn 2025

Hljómsveit

Efla áhuga á tónlist og áhuga á að spila á hljóðfæri og syngja.  Lagt áherslu á að nemendur sýni frumkvæði við að finna lög sem þeir vilja spila.
Þjálfa nemendur í hvernig á að finna út hvernig á að  læra og spila lögin og svo í framhaldinu  æfa þau saman með hljómsveitinni.

Námsmat: Lagt er mat á virkni og þátttöku nemenda sem og vilja þeirra  til að læra lög og æfa þau með hljomsveitinni.

Ekki í boði á haustönn 2025


Leiklist

Kennslutilhögun: Farið er í ýmsa leiklistar- og spunaleiki, nemendur fá þjálfun til að setja sig í spor annarra og prófa sig áfram með mismunandi tjáningarform. Þá hjálpast nemendur að við að móta hugmyndir að leikverkum, skrifa handrit og setja upp fullunnið leikverk, bæði fyrir jóla- og árshátíðarsýningu.

Námsmat: Lagt er mat á virkni og þátttöku nemenda.

Ekki í boði á haustönn 2025


Fjármálalæsi og starfskynningar

Kennslutilhögun: Í fjármálalæsi læra nemendur um það helsta sem tengist fjármálum. Lesa á launaseðla, læra um skattþrepin, fá kynningu um helstu bankareikninga og margt fleira. Einnig fá nemendur heimsóknir frá mismunandi fólki sem kynnir starf sitt og menntun.

Námsmat: Virkni og þátttaka í kennslustundum

Ekki í boði á haustönn 2025


Skák

Farið í undistöðu atriði skáklistarinnar. 
Farið er yfir mannganginn, hvernig best er að verðmeta taflmennina (t.d. hvernig staðan er á borðinu).
Farið er yfir byrjanir, taktík og endatöfl. 

Námsmat: Lagt er mat á virkni og þátttöku nemenda.

Ekki í boði á haustönn 2025


Framandi matargerð

Kennslutilhögun: Framandi matargerð byggist upp á að elda framandi rétti og bakkelsi en fyrst og fremst að vinna að sjálfstæði í eldhúsinu. Almenn þrif, lestur á uppskrift og sjá leiðbeiningar, finna það efni sem vantar, og rækta sína hæfileika í eldhúsinu.

Námsmat: Geta:

  • Gengið frá eftir sig
  • Fylgt fyrirmælum
  • Þrif á stöðunum
  • Að fylgjast með þvi sem eldað/bakað er og geta dæmt sjálf hvort það sé tilbúið
  • Kunna/Læra mæli einingarnar

Ekki í boði á haustönn 2025


Íþróttaval

Lagt áherslu á að nemendur  hafi ánægjulega upplifun af því að stunda  íþróttir og að hópurinn hafi gaman saman. Mikil áherlsa lögð á að  stunda þær íþóttagreinar sem flestir hafa gaman að.

Námsmat: Lagt er mat á virkni og þátttöku nemenda.

Ekki í boði á haustönn 2025


Sleppa-að-læra-heima

Kennslutilhögun: Nemendum gefst tækifæri til að vinna upp áætlanir og verkefni til þess að þeir þurfi ekki að vinna í þeim heima.

Námsmat: Lagt er mat á virkni og þátttöku nemenda.

Ekki í boði á haustönn 2025


Síðan var uppfærð 2. september 2025

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR