Veikindaleyfi til skemmri tíma
Veikindi/leyfi fyrir 1-2 daga er hægt að skrá beint inn á Mentor.is
Aðgangur foreldra leyfir þá skráingu og foreldrar fá staðfestingu í tölvupósti um leið og skólinn hefur samþykkt beiðnina. Hægt er að skrá fyrir líðandi dag og/eða næsta dag. Ef vandamál koma upp er hægt að hringja beint í síma skólans 487-6541
Leyfi til lengri tíma
Leyfi í 3 daga eða lengur skal sækja um til skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra, sem veitt geta leyfið í samráði við umsjónarkennara. Athygli skal vakin á því að skv. 15. gr. grunnskólalaga frá 2008 er öll röskun á námi sem hlýst af leyfum frá skóla á ábyrgð foreldra eða forráðamanna. Þar segir um tímabundna undanþágu barns frá skólagöngu: „Forráðamaður skal sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi á meðan á undanþágu stendur.“
Leyfisbréf má nálgast hér eða hafa samband við umsjónakennara.
Skólasóknarkerfi
Starsfshópur stjórnenda í Laugalandsskóla, Grunnskólanum Hellu, Hvolsskóla, Víkurskóla og Kirkjubæjarskóla ásamt Félags og Skólaþjónustu Rangárvalla – og Vestur Skaftafellssýslu vann að uppfærslu á skólasóknarreglum 2023/2024. Reglurnar eru sameiginlegar fyrir alla grunnskólana og viðmið um mætingar samræmd. Markmiðið er að halda vel utan um skólasókn nemenda og tryggja snemmtæka íhlutun komi upp vandi.
Reglur um skólasókn má kynna sér hér.