28. september 2022

Endurmenntun

Kennarar og starfsfólk Laugalandsskóla eru dugleg að sækja sér námskeið og menntunn sem nýtist þeim í starfi. Eins og staðan er núna eru fjórir starfsmenn í kennaranámi við HA. Einn starfsmaður er á öðru ári í sálfræðinámi sínu.

Um helgina sótti hluti kennara UTIS online þar sem fjölbreyttir fyrirlestrar voru í boði.

Einnig eru nokkur námskeið á vegum menntafléttunnar sem við sækjum jafnt og þétt yfir veturinn, má þar nefna: 

Stjórnun og forysta

Fjölbreytileiki og farsæld í skólastarfi

Kynbundið ofbeldi, forvarnir og fræðsla.

Nemandamiðuð málfræði kennsla

Skólaþjónustan stendur einnig fyrir endurmenntun fyrir starfsmenn skóla Rangárþings og vestur Skaftafellssýslu, og til gamans má nefna að í dag 28. sept er fyrirlestur þar sem okkar fólk Bæring Jón og Steinunn Hlífarsdóttir verða með erindi á sem ber heitið Fræða- ekki hræða og fjallar um samskipti, mörk og kynfræðslu í grunnskólum.

Nú svo á morgun og föstudag sækja kennarar Haustþing Kennafélags Suðurlands þar sem fjölmörg áhugaverð erindi verða í boði og því fara nemendur heim um hádegi á morgun fimmtudag og eru í fríi á föstudag.

Svo lengi lærir sem lifir!

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR