Fréttir

Yfirlit yfir allar færslur í þessum flokki
15. mars 2023
Fróðleiksfúsir kennarar

6 kennarar frá Laugalandsskóla hafa í vetur setið KVAN námskeið sem ætlað er til að styrkja þá í vinnu með með hópa og einstaklinga í samskipta- og félagslegum vanda. Við viljum reyna að koma fyrir félagslegan vanda með því að skima fyrir félagslegum erfiðleikum og grípa inn í eins fljótt og auðið er. Okkur þótti […]

Lesa meira
27. febrúar 2023
Foreldrakaffi

Nemendur í 9. og 10. bekk stóðu fyrir kaffisölu á foreldradaginn. Þau vilja koma á framfæri þökkum til foreldra fyrir að mæta vel og styðja við bakið á þeim.

Lesa meira
27. febrúar 2023
Skíðaferð 2023

Þar sem verðið lék við okkur í seinustu viku var ákveðið að fara í hina árlegu skíðaferð okkar í Bláfjöll. Krakkarnir áttu skemmtilegan dag og sýndu ansi góða takta á skíðum eða bretti, nemendur eru greinilega með mismikla reynslu af skíðamennsku en það er ljóst að allir höfðu gaman að - bæði krakkarnir og starfsfólkið […]

Lesa meira
27. febrúar 2023
Veiðisafnið

5.-6. bekkur fór á veiðisafnið um miðjan febrúar þar sem þau fengu leiðsögn frá Páli Reynissyni. Á heimleiðinni stoppuðum við í sjoppu og buðum upp á ís.

Lesa meira
21. febrúar 2023
Góðan daginn faggi!

Nemendur í 9. og 10. bekk fóru á Flúðir í gær, mánudag, og fengu að sjá leiksýninguna „Góðan daginn faggi“. Leikverkið er eftir þau Bjarna Snæbjörnsson, Grétu Kristínu Ómarsdóttur og Axel Inga Árnason. Um er að ræða sjálfsævisögulegan heimildasöngleik þar sem Bjarni segir frá reynslu sinni sem samkynhneigður maður á Íslandi og ferlinu við að […]

Lesa meira
17. febrúar 2023
Listahátíð í Laugalandsskóla

Fimmtudaginn, 17. febrúar, var haldin listahátíð unglinga í Rangárþingi. Hátíðin er haldin fyrir nemendur í 8. - 10. bekk , en 7. bekkur Laugalandsskóla fékk einnig að taka þátt. Ásamt nemendum í Laugalandsskóla komu krakkar frá Grunnskólanum á Hellu og Hvolsskóla auk starfsfólks. Boðið var upp á fjölbreyttar stöðvar og voru það ljósmyndun, krumpuplast, skák, […]

Lesa meira
15. febrúar 2023
Lærðu betur 2023

Á mánudaginn fóru úrslitin fram í spurningakeppni Nemendafélags Laugalandsskóla – Lærðu betur! Þrjú lið öttu kappi, en það voru Geiturnar, Apríkósurnar og Pardusarnir. Lið Geitanna skipuðu þeir Dagur, Kristinn Már, Sveinn Bjarki og Víkingur Almar. Í liði Apríkósanna voru þau Anna Ísey, Sigrún og Viktor Logi. Lið Pardusanna skipuðu þau Ellen Elsí, Örn Vikar, Elísabet […]

Lesa meira
13. febrúar 2023
Námskynning

Nemendur 10. bekkjar lögðu land undir fót og fóru með skólastjórnendum í heimsókn í FSU þar sem þau kynntu sér þær námsleiðir sem þar eru í boði. Það styttist í annan endann á grunnskólagöngu þeirra og því ekki úr vegi að fara að kynna sér hvað tekur við. Þau höfðu bæði gagn og gaman að, […]

Lesa meira
10. febrúar 2023
Leikið í snjónum

Það má alveg kvarta yfir veðurfari undanfarinna vikna en við höfum aldeilis séð tækifæri í því. Krakkarnir í skólanum hafa nýtt þennan snjó afar vel í leik sínum eins og myndirnar sem fylgja þessum orðum sýna. 1.-2. bekkur var t.d með sleðadag í þessari viku og héldu því í hefðina og fóru að renna í […]

Lesa meira
3. febrúar 2023
Spurningakeppni Laugalandsskóla

Nemendafélag Laugalandsskóla sendur fyrir spurningakeppninni „Lærðu betur“ fyrir elsta stig alla föstudaga út þessa önn. Nemendur keppa í þriggja manna liðum, þrjú lið keppa hverju sinni og eitt lið kemst áfram úr hverjum riðli í úrslitakeppni, sem verður haldinn seinasta föstudag á önninni. Síðastliðinn föstudag unnu „Bleiku pardusarnir“ í sínum riðli en það voru þau […]

Lesa meira
1 2 3 12

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR