Fréttir

Yfirlit yfir allar færslur í þessum flokki
3. júní 2021
Skólaslit Laugalandsskóla 2021

Mánudaginn 31. maí voru haldin skólaslit í Laugalandsskóla. Þau voru með aðeins öðruvísi sniði en vanalega þar sem enn gilda ákveðnar sóttvarnarreglur.   Nemendur í 1. – 6. bekk hittu umsjónarkennara í sínum heimastofum og fengu afhendar einkunnarmöppur. Þar áttu þau gæðastund með kennara og foreldrum.   Útskrift nemenda í 7. – 10. fór fram […]

Lesa meira
20. maí 2021
Kveðjustund Sigurjóns með kökum

Fimmtudaginn 19. maí var kveðjustund með Sigurjóni skólastjóra. Hátíðarmatur var á boðstólum þar sem boðið var upp á lamabalæri að hætti hússins og kökur í boði Sigurjón í eftirrétt. Hann sagði frá nokkurm staðreyndum í sambandi við starfið, í skólanum. Hann söng líka fyrir alla lagið Litlu -fluguna eftir Sigfús Halldórsson. Að lokum sungu allir […]

Lesa meira
18. maí 2021
Kósýkvöld

Kósýkvöld Síðasta miðvikudagskvöld héldu nemendur í tónlista- og söngvalinu sitt árlega kósýkvöld undir stjórn Herdísar Rútsdóttur. Hún talaði um hvað þessir tímar hafi verið ánægjulegir Allir nemendur sungu einsöngslög, sumir tvísöng og að lokum sungu þau öll saman m.a. afmælissöngin. Það var samkölluð kaffihúsastemming,  þar sem boðið var upp á kaffi og kökur í lokin.

Lesa meira
6. maí 2021
Vortónleikar 1. - 3. bekkjar

Nemendur í 1. – 3. bekk hafa verið duglegir í vetur að æfa og spila á hin ýmsu hljóðfæri. Í dag fengu þeir tækifæri til að sýna afrakstur sinn þar sem héldnir voru forskólatónleikar hjá Tónlistarskóla Rangæinga. Leikskólabörn á elsta stigi ásamt 4. bekk fengu að vera áhorfendur. Nemendur í 1. bekk, sem hafa verið […]

Lesa meira
21. apríl 2021
Síðasti vetrardagur

Síðasti vetrardagurinn. Krakkarnir í 1. – 6. bekk brettu heldur betur upp ermar og tóku hendurnar úr vösum þegar þau gengu hringinn í kringum skólann og um alla skólalóðina að tína upp rusl sem hafði safnast í vetur. Þau voru hörku dugleg og innan skamms var komið fjall af ruslapokum. Einnig voru stéttir teknar fyrir […]

Lesa meira
6. apríl 2021
Skólahald eftir páska

Skólahald í Laugalandsskóla. Skólastarfið  hjá okkur hefur gegnið mjög vel í vetur. Við höfum ekki þurft að stytta eða breyta neinu sem nemur í kennslunni hjá okkur í vetur í tengslum við Covid. Skólahaldið nú eftir páska verður hefðbundið að því tilskildu að ekkert smit komi upp. Við gætum áfram að sóttvörnum og pössum vel upp á […]

Lesa meira
26. mars 2021
Páskafrí

Kæru foreldrar og forráðamenn. Í ljósi fréttamannafundar ríkisstjórnarinnar áðan, er ljóst að það eru allir nemendur komnir í páskafrí á morgun.Við  verðum í sambandi eftir páska um áframhaldið, þá vitum við líka meira um framvindu Covid  og hvernig yfirvöld ætla að haga skólamálum. Við erum í ljósi aðstæðna mjög ánægð með að hafa haldið árshátíðina […]

Lesa meira
19. febrúar 2021
Foreldradagur

Foreldrar/forráðamenn og nemendur voru boðaðir í við­tal til umsjónarkennara. Farið var yfir námsframvindu, hegðun og líðan nemenda. Mæting var mjög góð eins og venja er til hjá okkur. Foreldrar og kennarar notuðu grímur  og  kennarar sótthreinsuðu snertifleti milli viðtala. Því miður vorum við ekki með kaffisölu í ljósi aðstæðna. Við þökkum fyrir ánægjulegan dag, það […]

Lesa meira
5. febrúar 2021
Stafurinn janúar - febrúar 2021

Með því að smella á krækjuna hér fyrir neðan má nálgast nýjasta fréttablað skólans. Einnig er hægt að smella á hnappinn hér hægra megin á síðunni (Fréttablað skólans) en þar má finna öll síðustu tölublöð.

Lesa meira
12. janúar 2021
Skólahald í Laugalandsskóla í byrjun árs

Kæru foreldrar og forráðamenn. Við hér í skólanum óskum ykkur gleðilegs nýs árs, með þökk fyrir gott samstarf á liðnum árum.  Skólahald hjá okkur nú í upphafi árs verður með venjubundnum hætti að öllu leyti. Við gætum áfram að sóttvörnum og pössum vel upp á allt hreinlæti. Nemendur í 1.–10. bekk eru undanþegnir 2 metra […]

Lesa meira

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR