Fréttir

Yfirlit yfir allar færslur í þessum flokki
6. apríl 2022
Opnunartími bókasafns

Vegna styrktartónleika þann 7. apríl verður breyting á opnunartíma bókasafns sem lokar kl:20:00 í stað 21:00

Lesa meira
1. apríl 2022
Heimsókn á Hellu

Nemendur Laugalandsskóla var boðið á generalprufu árshátíðar Helluskóla þar sem nemendur settu á svið Ávaxtakörfuna. Okkar nemendur voru til fyrirmyndar og höfðu gaman að uppfærslu þeirra á leikritinu sem hefur skemmtilegan boðskap. Takk fyrir okkur Helluskóli.

Lesa meira
29. mars 2022
Tölvufjör

Nemendur 5. bekkjar fengu það verkefni nú í vikunna að skoða gamlar og úreltar tölvur, lyklaborð ogmýs, sem við eigum í skólanum. Dótið var skrúfað í sundur og kom þá margt í ljós t.d. mikið ryk,gamall tölvudiskur og gamall geisladiskur þar sem á var kennsluefni á spænsku. Allir nemendurskemmtu sér vel við þessa iðju á […]

Lesa meira
11. mars 2022
Árshátíð frestað

Árshátíð nemenda sem halda átti 25. mars næstkomandi hefur verið færð vegna covid smita í hópi nemenda og starfsfólks síðastliðnar vikur, til fimmtudagsins 12. maí. Venjulegur skóladagur er þá 25. mars samkvæmt stundatöflu. Ákveðið hefur verið að allur skólinn setji upp söngleikinn „Ronja Ræningjadóttir“. Þetta verður síðan auglýst nánar þegar nær dregur.

Lesa meira
24. febrúar 2022
Samræmd próf verða ekki lögð fyrir

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur ákveðið að ekki verða samræmd próf lögð fyrir á þessu skólaári. ,,Starfshópur um framtíðarstefnu um samræmt námsmat lagði til að samræmd könnunarpróf yrðu felld niður í núverandi mynd þar sem þau henti ekki sem mælikvarði á stöðu nemenda og skólakerfisins í heild. Prófin hafa ekki verið tengd innritun í framhaldsskóla í […]

Lesa meira
22. febrúar 2022
Þorraþrællinn 2022

Þorrablót var haldið hér hjá okkur í Laugalandsskóla síðastliðinn föstudag með pompi og prakt. Hlaðborðið var hlaðið þorramat að hætti Helgu Fjólu og stelpunum í eldhúsinu og mátti finna þar smakk af því allra helsta. Það var þjóðlegt um að litast, krakkar og starfsfólk voru klædd í ullarpeysur og lögðu krakkarnir í 5. og 6. […]

Lesa meira
10. febrúar 2022
Námsskeiðsröð um kvíða 6-10 ára barna

Skólaþjónustan býður foreldrum og aðstandendum barna á aldrinum 6-10 ára markvissa fræðslu um kvíða barna á þessum aldri. Þetta er námskeiðsröð þar sem mæting er öll þriðjudagskvöld í mars kl. 19.30-21.30, í gegnum fjarfundabúnað. Lágmarksþátttaka er 20 heimili. Skólaþjónustan niðurgreiðir námskeiðið svo kostnaður pr. heimili er 8.000,-. Frestur til að skrá sig er 22. febrúar á skolamal@skolamal.is.

Lesa meira
10. febrúar 2022
Bókasafnið lokað

Í dag fimmtudag 10.febrúar er bókasafnið lokað.

Lesa meira
9. febrúar 2022
Skólamet í snjóboltagerð

Krakkarnir í 1. og 2. bekk eru í útistærðfræði á miðvikudögum. Miðvikudaginn 9. febrúar settu þau mögulega skólamet í snjóboltagerð þar sem duglegur hópur innan bekkjanna bjó til hvorki meira né minna en 301 snjóbolta á mettíma. Annar hópur fór svo í kastkeppni þar sem þau reyndu að hitta snjóboltum í hringi sem gáfu mismunandi […]

Lesa meira
6. febrúar 2022
Skólahald fellur niður á morgun.

Í samráði við Almannavarnir hefur verið ákveðið að fella niður allt skólahald á svæðinu mánudaginn 7. febrúar vegna veðurs.Fylgist með frèttum á ry.is

Lesa meira

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR