Fréttir

Yfirlit yfir allar færslur í þessum flokki
1. desember 2023
Upp er runnin desember með öllu tilheyrandi!

Það er ljóst að nemendur eru tilbúin fyrir desember og öllu því skemmtilega sem aðventunni fylgir. Við hittumst á sal í morgun og tókum þátt í að slá Íslandsmet í fjöldasöng í tilefni af degi Íslenskrar tónlistar. Afraksturinn má sjá hér að neðan: Nemendur enduðu svo daginn á því að skreyta allar umsjónarstofur á meðan jólalögin ómuðu. […]

Lesa meira
29. nóvember 2023
Samskipti á netinu

Skúli B. Geirdal fjölmiðlafræðingur og verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd kom í gær með fyrirlestur fyrir 5.-10. Bekk Þar fjallaði hann um mikilvægi þess að vera læs á upplýsingar og miðla í nútíma samfélagi. Hvernig virka algóritmar samfélagsmiðlanna? Hvað þarf að hafa í huga varðandi samskipti á netinu, áreiti frá ókunnugum og deilingu nektarmynda? Hvaða aldurstakmörk eru […]

Lesa meira
22. nóvember 2023
Jólabingó foreldrafélags
Lesa meira
18. nóvember 2023
Foreldrafélag Laugalandsskóla

Það má með sanni segja að foreldrasamfélag Laugalandsskóla reynist okkur vel. Í dag komu þær Sigríður Þórðardóttir og Lára Ólafsdóttir færandi hendi og færðu skólanum veglega gjöf fyrir hönd foreldrafélagsins. Það var hún Anna Ísey Engilbertsdóttir varaformaður nemendaráðs sem tók á móti soundboxi, tveimur píluspjöldum og þythokkíborði sem ætlað er til notkunar í sameiginlegu nemendarými.Þetta […]

Lesa meira
16. nóvember 2023
Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar sem er 16. nóvember. Dagurinn er helgaður íslenskri málrækt og eru ýmis verkefni unnin í skólunum okkar tengd deginum. Hjónin Gunnar Helgason og Björk Jakobsdóttir komu til okkar í upphafi dags og lásu upp úr ný útkomum bókum sínum. Hér má sjá kynningu á bók […]

Lesa meira
16. nóvember 2023
Viðtalsdagur

Við viljum velja athygli á því að mánudaginn 20. nóv er starfsdagur hjá okkur. Þann 21. er svo viðtals dagur þar sem foreldrar/forráðamenn mæta með börnum sínum í viðtal. Við eru að færa okkur frá hefðbundnum viðtölum og nú eru viðtölin að miklu leiti nemendastýrð þar sem nemendur leiða ykkur í gegnum viðtölin með aðstoð […]

Lesa meira
13. nóvember 2023
Dansvika 2023

Eins og hefð er fyrir var haldin dansvika dagana 8. - 10. nóvember. Þá kom Auður Haraldsdóttir til okkar í Laugalandsskóla og kenndi krökkunum nokkur dansspor. Krakkarnir lærðu hina ýmsu dansa sem koma til með að nýtast þeim þegar þeir mæta á þorrablót eða önnur veisluhöld í framtíðinni. Dansvikan heppnaðist með eindæmum vel og margir […]

Lesa meira
8. nóvember 2023
Dagur gegn einelti

Í dag 8. nóvember er dagur eineltis, markmið dagsins er m.a. að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti, hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu. Við í Laugalandsskóla ætlum að leggja allan nóvember undir til að vinna með þessi markmið og gera fræðslu gegn samskipta vandamálum hátt undir höfði. Við munum birta […]

Lesa meira
7. nóvember 2023
Bekkjartenglar

Bekkjartenglar eru beðnir að hafa í huga að nú líður að annarlokum hjá okkur. Það er því upplagt fyrir þá að hafa samband við umsjónarkennara og skipuleggja eitthvað hópeflandi með sínum bekkjardeildum. Einhverjir tenglar hafa nú þegar skipulagt stund með sínum börnum, bekkjarfélögum og umsjónarkennara og hefur það heppnast mjög vel Hér má sjá lista […]

Lesa meira
6. nóvember 2023
Örugg netnotkun barna

Hvernig get ég fylgst með því hvað barnið mitt er að gera á netinu? Til eru margskonar lausnir og tól sem geta hjálpað foreldrum að fylgjast með netnotkun barna. Með þessum tólum er til dæmis hægt að setja hámark á tíma sem barnið getur verið í tækinu á sólarhring, fylgjast með því hvaða smáforrit barnið […]

Lesa meira

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR