Starfsfólk Laugalandsskóla eru nú á Menntadegi Skólaþjónustu Rangárvalla og Vestur Skaftafellsýslu sem haldin er í Vík í Mýrdal. Þar fáum við fyrirlestra og námskeið um sem ætlað er til að styrkja okkur í starfi með nemendum sem hafa erlendan tungumála - og menningarbakgrunn.
Skólasetning Laugalandsskóla verður 23. ágúst kl. 17:30 í Samkomusal skólans. Foreldrar mæta þar ásamt börnum sínum – allir árgangar. Athugið að ekki verður skólaakstur á skólasetningu þar sem við gerum ráð fyrir að foreldrar komi með börnum sínum. Athöfnin hefst á stuttri ræðu skólastjóra og síðan fara allir nemendur með umsjónarkennara sínum í sínar stofur […]
Til hamingju krakkar og foreldrar með áfangann að ljúka enn einu skólaárinu. Það hefur margt verið gert og ýmislegt var lært þennan veturinn en hæst ber þó að nefna uppfærsluna á Ronju Ræningjadóttur. Þetta var mikill leiksigur hjá öllum nemendum og það var gaman að heyra hrifningu áhorfenda eftir árshátíðina. Við erum afar stolt af […]
Eins og áður hefur komið fram ætla nemendur Laugalandsskóla að setja upp söngleikinn með Ronju Ræningjadóttur og standa nú æfingar yfir á fullu samhliða hefðbundnu námi. Árshátíðin sjálf er svo fimmtudaginn 12. maí næstkomandi kl. 17:00 í íþróttahúsinu á Laugalandi þar sem foreldrar og aðrir gestir verða boðnir velkomnir. Næsta vika verður því með smá […]
Þriðjudaginn 3 maí fóru nemendur í 7. bekk í Fornleifaskóla barnanna sem er staðsettur í Odda á Rangàrvöllum. Þar fengu þau að kynnast störfum fornleifafræðinga og tókust á við fjölbreytt verkefni, bæði bókleg og verkleg. Þràtt fyrir rigningu voru krakkarnir kátir þegar þau komu heim og margs vísari.
Í gær var Röddin - Stóra upplestrarkeppnin haldin á Kirkjubæjarklaustri. 14 nemendur frá Rangárvallasýslu, V-Skaftafellssýslu og Vestmannaeyjum lásu ýmist texta úr bókinni Sjáumst aftur... eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur, ljóð eftir Jónas Hallgrímsson og að lokum ljóð sem nemendur höfðu valið sjálfir. Fulltrúar okkar þær Elísabet Líf og Helga Fjóla komu virkilega vel undirbúnar til leiks og […]
Lið Laugalandsskóla keppti í gær í undankeppni Skólahreysti og lenti í 8. – 9. sæti. Við erum stolt af krökkunum okkar sem tókust á við þetta verkefni með jákvæðni og gleði í hjarta. Þetta er ekki alltaf spurning um að vinna heldur bara vera með. Vonandi verðum við með framvegis. Það var einnig frábært stuðningslið […]
Það er komið að þessu. Liðið okkar í skólahreysti mætir fílelfd til leiks í Garðabæ á eftir ásamt samnemendum sem ætla sér að sýna stuðning og flagga trurkishblá einkennislitnum okkar í stúkunni.. Hvetjum alla þá sem heima sitja að fylgjast með beinni útsendingu kl. 17:00 á RÚV og styðja við bakið á okkar krökkum. Áfram […]