Fréttir

Yfirlit yfir allar færslur í þessum flokki
29. mars 2023
Páskabingó

Foreldrafélag grunnskólans á Laugalandi stendur fyrir páskabingói föstudaginn 31 mars næstkomandi. kl 19:00. Fjöldi glæsilegra vinninga í boði.Spjaldið kostar 500 krónur.Nemendafélag skólans sér um sjoppuna.Ath. enginn posi á staðnum Allur ágóði rennur til fjölskyldunnar á Syðri-Hömrum 3

Lesa meira
27. mars 2023
Útikennsla
Lesa meira
26. mars 2023
Árshátíð Laugalandsskóla
Lesa meira
24. mars 2023
Samúðarkveðjur

Kennarar og starfsfólk Laugalandsskóla senda fjölskyldunni á Syðri - Hömrum, innilegar samúðarkveðjur um leið og við hvetjum alla til að sýna samhug í verki.

Lesa meira
15. mars 2023
Fróðleiksfúsir kennarar

6 kennarar frá Laugalandsskóla hafa í vetur setið KVAN námskeið sem ætlað er til að styrkja þá í vinnu með með hópa og einstaklinga í samskipta- og félagslegum vanda. Við viljum reyna að koma fyrir félagslegan vanda með því að skima fyrir félagslegum erfiðleikum og grípa inn í eins fljótt og auðið er. Okkur þótti […]

Lesa meira
27. febrúar 2023
Foreldrakaffi

Nemendur í 9. og 10. bekk stóðu fyrir kaffisölu á foreldradaginn. Þau vilja koma á framfæri þökkum til foreldra fyrir að mæta vel og styðja við bakið á þeim.

Lesa meira
27. febrúar 2023
Skíðaferð 2023

Þar sem verðið lék við okkur í seinustu viku var ákveðið að fara í hina árlegu skíðaferð okkar í Bláfjöll. Krakkarnir áttu skemmtilegan dag og sýndu ansi góða takta á skíðum eða bretti, nemendur eru greinilega með mismikla reynslu af skíðamennsku en það er ljóst að allir höfðu gaman að - bæði krakkarnir og starfsfólkið […]

Lesa meira
27. febrúar 2023
Veiðisafnið

5.-6. bekkur fór á veiðisafnið um miðjan febrúar þar sem þau fengu leiðsögn frá Páli Reynissyni. Á heimleiðinni stoppuðum við í sjoppu og buðum upp á ís.

Lesa meira
21. febrúar 2023
Góðan daginn faggi!

Nemendur í 9. og 10. bekk fóru á Flúðir í gær, mánudag, og fengu að sjá leiksýninguna „Góðan daginn faggi“. Leikverkið er eftir þau Bjarna Snæbjörnsson, Grétu Kristínu Ómarsdóttur og Axel Inga Árnason. Um er að ræða sjálfsævisögulegan heimildasöngleik þar sem Bjarni segir frá reynslu sinni sem samkynhneigður maður á Íslandi og ferlinu við að […]

Lesa meira
17. febrúar 2023
Listahátíð í Laugalandsskóla

Fimmtudaginn, 17. febrúar, var haldin listahátíð unglinga í Rangárþingi. Hátíðin er haldin fyrir nemendur í 8. - 10. bekk , en 7. bekkur Laugalandsskóla fékk einnig að taka þátt. Ásamt nemendum í Laugalandsskóla komu krakkar frá Grunnskólanum á Hellu og Hvolsskóla auk starfsfólks. Boðið var upp á fjölbreyttar stöðvar og voru það ljósmyndun, krumpuplast, skák, […]

Lesa meira

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR