Fréttir

Yfirlit yfir allar færslur í þessum flokki
9. nóvember 2022
Bókasafnið lokað - minnum á almennan opnunartíma

Fimmtudaginn 10. nóvember verður bókasafnið lokað. Við minnum á að alla jafna er bókasafnið á Laugalandi öllum opið á fimmtudagskvöldum frá kl 19-21

Lesa meira
3. nóvember 2022
Hrekkjavaka í Laugalandsskóla

Mánudaginn síðastliðinn, þann 31. október, var haldið upp á hrekkjavöku í Laugalandsskóla. Nemendur og starfsfólk mættu fjölbreyttum, en yfirleitt ógnvekjandi, búningum. Nemendur í 5. - 10. bekk höfðu búið til draugahús á sameiginlegum gangi allra deilda. Yngri nemendum og elstu leikskólabörnunum var boðið að að fara í gegnum draugahúsið og voru ansi margir hugrakkir krakkar […]

Lesa meira
25. október 2022
Skyndihjálparnámskeið starfsfólks

Þriðjudaginn 25. október sóttu starfsmenn Laugalandsskóla ásamt starfsfólki grunnskólans á Hellu skyndihjálparnámskeið á vegum Skyndihjálparskólans. Á námskeiðinu fór Ágúst Leó yfir helstu atriði í fyrstu hjálp. Námsskeiðið var vel sótt og mjög þarft fyrir starfsfólk að kunna að bregðast rétt við slysum og annarri vá.

Lesa meira
24. október 2022
Bleikur dagur

Föstudaginn 14. október hvöttum við nemendur til þess að mæta í bleiku og umsjónakennarar ræddu tilgang bleika dagsins í sínum bekkjum. Einnig höfðu nemendur leyfi til að mæta með sparinesti. Óhætt er að segja að nemendur hafi tekið vel í þessa hvatningu og var liturinn allsráðandi í skólanum. Við setjum hér nokkrar myndir með fréttinni.

Lesa meira
28. september 2022
Endurmenntun

Kennarar og starfsfólk Laugalandsskóla eru dugleg að sækja sér námskeið og menntunn sem nýtist þeim í starfi. Eins og staðan er núna eru fjórir starfsmenn í kennaranámi við HA. Einn starfsmaður er á öðru ári í sálfræðinámi sínu. Um helgina sótti hluti kennara UTIS online þar sem fjölbreyttir fyrirlestrar voru í boði. Einnig eru nokkur […]

Lesa meira
21. september 2022
Bókasafnið á Laugalandi

Athugið að bókasafnið er lokað annaðkvöld 22. september.

Lesa meira
19. september 2022
Kraftlyftingar

Kæru vinir og velunnarar Laugalandsskóla. Í ár var ákveðið að bjóða upp á kraftlyftingaval fyrir nemendur í 7. – 10. bekk. Það var mikill áhugi fyrir því en færri komust að en vildu. Við höfum fengið lánaðan bekkpressubekk og stöng og Fjóla, ábyrgðaraðili valfagsins, kemur til með að lána eitthvað af sínu dóti. Þó er […]

Lesa meira
9. september 2022
Veiðivötn 8. september 2022

Nemendur í 9.bekk fóru í veiðivötn á fimmtudaginn síðast liðinn.Við fengum fínasta veður og krakkarnir nutu sín í náttúrunni. Flestir veiddu fína og flotta fiska en sumir veiddu þó ýmislegt annað, eins og sjálfan sig og einn hanska.

Lesa meira
8. september 2022
Dagur læsis

Í dag er dagur læsis. Við fögnum auðvitað svona uppákomum og nýttu kennarar daginn til þess að ræða fjölbreytileika læsis og vinna fjölbreytt læsisverkefni. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir en það er aðeins brot frá þeirri læsistengdri vinnu sem fram fór í dag og síðustu daga. Við hvetjum alla til þess að kynna […]

Lesa meira
26. ágúst 2022
Skólasetning

Skóli var settur þriðjudaginn 23. ágúst í samkomusal skólans. Það var ánægjulegt að sjá hvað það voru margir foreldrar sem mættu með börnum sínum. Kennarar tóku svo á móti nemendum sínum í kennslustofum. Seinustu daga höfum við lagt námslegar kröfur til hliðar og einbeitt okkur að að kynnast hvort öðru, byrja á vinnu við að móta […]

Lesa meira

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR