Fréttir

Yfirlit yfir allar færslur í þessum flokki
3. nóvember 2023
Takk fyrir okkur

Dagskólanum barst um daginn höfðingleg gjöf frá aðila sem vill ekki láta nafn síns getið. Gefinn var styrkur til kaupa á leikföngum að andvirði 150 þúsund.  Þetta sló allt saman í gegn hjá krökkunum sem nýta sér þetta á dagskólatíma. Við viljum þakka viðkomandi kærlega fyrir þetta!

Lesa meira
2. nóvember 2023
Hryllileg hrekkjavaka

Það var eitt og annað hræðilegt sem mætti nemendum og starfsfólki Laugalandsskóla að morgni þriðjudagsins. Allir skemmtu sér vel og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá voru nemendur ansi hugmyndaríkir í búningagerð og skreytingum. Mið og yngsta stig fóru til að mynda í hryllingsbingó og þurftu í kjölfarið að setja hendina ofan í […]

Lesa meira
27. október 2023
Halloween

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að það er spenna í mannskapnum fyrir Halloween þann 31. október. Krakkarnarir mega endilega koma í búningum og með eitthvað til að skreyta stofuna sína.

Lesa meira
19. október 2023
Kvennafrídagur

Leik- og grunnskólar Odda bs. verða lokaðir þriðjudaginn 24. október 2023 vegna kvennafrídagsins. Skólastjórnendur Odda bs.

Lesa meira
17. október 2023
Bleikur dagur

Föstudaginn 20. október er bleiki dagurinn. Þann daginn hvetjum við alla, bæði nemendur og starfsfólk til þess að mæta í einhverju bleiku svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.

Lesa meira
5. október 2023
Ólympíuhlaup ÍSÍ

Í gær tók Laugalandsskóli þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ og fóru nemendur 2,5 km metra hring  nágrenninu og gátu valið um að fara hann 1x til 4x sem gera þá 2,5 – 10 km. Allir fóru einn hring og þó nokkrir völdu að fara lengri vegalengdirnar 🙂 Duglegir þessir krakkar eins og þessar myndir sýna.

Lesa meira
22. september 2023
Kynfræðsla á unglingastigi

Síðustu vikur hefur mikil upplýsingaóreiða átt sér stað varðandi hinseginmálefni, sér í lagi varðandi trans einstaklinga sem og kynfræðslu almennt í grunnskólum. Bæði í samfélaginu, sem og á samfélagsmiðlum. Þessi upplýsingaóreiða hefur sannarlega varpað skýru ljósi á mikilvægi þess að þessi málefni séu tekin föstum tökum innan veggja skólans. Kynfræðslan hjá okkur hefur ávallt miðast […]

Lesa meira
11. september 2023
Bókasafnið

Bókasafnsvörður er Regúla Verena Rudin, netfangið er bokasafn@laugaland.is og sími bókasafnsins er 487-6547. Á skólatíma er safnið einungis opið fyrir nemendur og starfsmenn. Almennur opnunartími bókasafnsins, frá 25. ágúst til 14. júni ,er eftirfarandi: · Fimmtudaga kl. 15:45 - 16:30 · Fimmtudagskvöld kl. 19:00 - 21:00 Stjórnandi safnsins er Yngvi Karl Jónsson skólastjóri.

Lesa meira
8. september 2023
Dagur læsis 8. september

í dag fögnum við degi læsis. Þetta er vissulega merkisdagur þar sem læsi er undirstaða alls náms.Það hefur margt unnist á undanförnum árum í Laugalandsskóla þar sem lesfiminiðurstöður eru nær eða yfir landsmeðaltali eins og sjá má á þessari mynd. Þetta eru góðar fréttir en ekki skulum við sofna á verðinum heldur halda áfram á […]

Lesa meira
1. september 2023
Æfingatafla Garps
Lesa meira

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR