Fréttir

Yfirlit yfir allar færslur í þessum flokki
25. apríl 2023
Fréttir úr dagskóla

Við í Dagskólanum höfum verið að brasa hitt og þetta síðan um áramótin og fannst upplagt að senda frá okkur sumarpóst. Meðal annars höfum við spilað skotbolta, fótbolta og aðra leiki bæði inni og úti sem hefur vakið mikla lukku. Annars höfum við einnig föndrað ýmislegt, í síðustu viku föndruðum við til dæmis báta sem […]

Lesa meira
21. apríl 2023
Sumarkveðja

Nemendur og starfsfólk Laugalandsskóla óska foreldrum og öðrum velunnurum gleðilegs sumars, við þökkum fyrir samfylgdina og gott samstarf í vetur og göngum inn í vorið með bros á vör eins og þessar myndir sýna.

Lesa meira
21. apríl 2023
Liðsfélagar vikunnar

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir góða framgöngu á fótboltavellinum. Þetta eru nemendur sem náðu að sýna góð samskipti og fyrirmyndar hegðun á vellinum. Þau komust einnig á frægðarvegginn okkar og það sést glögglega hversu hreykin þau eru þar sem þau stilltu sér upp með þjálfaranum sínum honum Þorgils Frey.Til hamingu krakkar með að vera […]

Lesa meira
18. apríl 2023
Undankeppni fyrir upplestrarkeppnina

Í dag kepptu nemendur í 7. bekk um að fá að keppna á Upplestrarkeppninni sem haldin verður í Brúarlundi þann 27. apríl af Laugalandsskóla. Keppendur koma frá Hellu, Hvolsvelli, Vestmannaeyjum og Vík og auðvitað frá Laugalandsskóla. Kirkjubæjarklaustur verður ekki með að þessu sinni.Það voru þau Sóldís Lilja og Örvar Elí sem voru hlutskörpust.Víkingur Almar fer […]

Lesa meira
17. apríl 2023
Lesa meira
14. apríl 2023
Menning á fótboltavelli

Flestir foreldrar hafa á einhverjum tímapunkti fengið veður af leiðinlegri menningu á gervigrasvellinum okkar. Nú langar okkur að snúa vörn í sókn og reyna nýjar leiðir til að stuðla að betri samskiptum í tengslum við fótboltann.Búið er að útbúa reglur sem bornar voru undir nemendur og er ætlað að miða að því að öllum líði […]

Lesa meira
14. apríl 2023
Fokk me - Fokk you

Nemendur í 5.-10. bekk Laugalndsskóla og Grunnskólans á Hellu sátu í dag fræðslufund á vegum Kára Sigurðssonar og Andreu Marel sem ber yfirskriftina Fokk me-Fokk you. Fyrirlesturinn fjallar um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna. Hún er ætluð unglingum og ungmennum, foreldrum þeirra og aðstandendum og starfsfólki sem starfar með unglingum.Í fræðslunni var fjallað um sjálfsmyndina og þau vakin til umhugsunar […]

Lesa meira
31. mars 2023
Páskakveðja
Lesa meira
31. mars 2023
Sameiginleg árshátíð

Sameiginleg árshátíð 7. til 10. bekkja grunnskólanna í Rangárþingi og Vestur-Skaftafellssýslu var haldin í gærkveldi. Skemmtunin, sem er árviss viðburður í félagslífi nemenda, var að þessu sinni í umsjón Hvolsskóla og haldin í félagsheimilinu Hvoli. Nemendur voru með skemmtiatriði og voru sér og sínum til mikilla sóma. Dansað var við undirleik hjómsveitarinnar Koppafeiti sem hélt […]

Lesa meira
29. mars 2023
Árshátíð Laugalandsskóla 2023

Við búum við að því í Laugalandsskóla að eiga kennara sem veigra ekki fyrir sér að setja upp hvert meistara stykkið á fætur öðru hvort sem það er í tengslum við Árshátíð eða Jólaleikrit. Það er mikil vinna á bak við árshátíð sem þessa en það er svo sannarlega þess virði þegar við sjáum nemendur […]

Lesa meira

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR