15. maí 2024

Skólasóknarkerfi

Við höfum verið að innleiða Mentor meira sem verkfæri fyrir kennara og foreldra í vetur. Eitt af því sem við viljum ná betur utan um er forföll/fjarvistir og leyfi nemenda.
Starsfshópur stjórnenda í Laugalandsskóla, Grunnskólanum Hellu, Hvolsskóla, Víkurskóla og Kirkjubæjarskóla ásamt Félags og Skólaþjónustu Ranárvalla - og Vestur Skaftafellssýslu hefur unnið að uppfærslu á skólasóknarreglum skólaárið 2023/2024. Reglurnar eru sameiginlegar fyrir alla grunnskólana og viðmið um mætingar samræmd. Markmiðið er að halda vel utan um skólasókn nemenda og tryggja snemmtæka íhlutun - komi upp vandi.
Það er ætlun okkar er að taka þetta í gagnið næsta vetur og við hvetjum ykkur til að kynna ykkur þetta vel.
Reglur þessar má finna undir flipanum foreldrar - Veikindi og leyfi. Þar má einnig finna leyfisbréf og við minnum á að leyfi í 3 daga eða lengur skal sækja um til skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra, sem veitt geta leyfið í samráði við umsjónarkennara.
Hér er beinn hlekkur

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR