Við skólann starfar náms- og starfsráðgjafi í hlutastarfi. Hlutverk Náms og starfsráðgjafa er m.a. að leiðbeina nemendum um góð vinnubrögð í námi, hjálpa nemendum við að gera sér grein fyrir áhugasviðum sínum og lífsgildum og veita upplýsingar um náms– og starfsmöguleika sem og upplýsingar um framhaldsskóla. Viðvera hans í Laugalandsskóla er í vetur á föstudögum frá því í október og fram eftir vorönn.
Frekari upplýsingar má finna á facebook síðu náms- og starfsráðgjafa: https://www.facebook.com/NosSRVS/
Hér fyrir neðan má nálgast efni frá náms- og starfsráðgjafa