29. maí 2020

Vorferð 1. – 4. bekkjar

Þann 26. maí fór 1. – 4. bekkur í hina árlegu vorferð.

Lagt var af stað frá Laugalandi og keyrt í austurátt. Fyrsta stopp var Ásólfsskáli þar sem systkinin Kata og Einar Viðar tóku á móti okkur ásamt Védísi sem er dóttir Einars. Þau tóku höfðinglega á móti okkur og við byrjuðum á að fá að skoða fjósið þar sem m.a. var nýborinn kálfur. Það vakti mikla lukku meðal nemenda.

Því næst gengum við með leiðsögn þeirra inn fallegt gil sem er við bæinn. Við stoppuðum í gilinu og krakkarnir fengu aðeins að leika sér og njóta náttúrunnar. Eftir það fengum við að skoða bílasafnið á bænum en pabbi Kötu og Einars hefur mikinn áhuga á bílum og að gera upp eldri bíla. Hann er kominn með þó nokkurt safn af traktorum og bílum sem krakkarnir fengu að skoða og setjast upp í. Vakti það mikla kátínu. Síðast en ekki síst fengum við að sjá hvolpana á bænum sem voru nýlega farnir að opna augun.

Frá Ásólfsskála lá leiðin á Skógasafn þar sem við fengum leiðsögn í gegnum safnið ásamt því að skoða gömlu bæina fyrir utan og samgöngusafnið. Eftir vel heppnaðan dag var haldið aftur heim á leið þar sem skólabílarnir biðu eftir okkur.

Dásamlegur dagur í alla staði.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR