Skólaheilsugæsla í Laugalandsskóla

Heilsuvernd skólabarna er hluti af heilsugæslunni og er í beinu framhaldi af ung- og smábarnavernd. Markmið heilsuverndar skólabarna er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Heilsuvernd skólabarna krefst góðar samvinnu foreldra, starfsfólks skólanna og heilsugæslunnar með hagsmuni skólabarna að leiðarljósi.

Skólahjúkrunarfræðingur í Laugalandsskóla er Arndís Fannberg. Viðvera í skólanum er á fimmtudögum   frá kl. 8.00-12.00. Einnig er hægt að hafa samband við hana á netfangið arndis.fannberg@hsu.is  eða í síma Heilsugæslu Rangárþings 432 2700 á virkum dögum.

Helstu verkefni hjúkrunarfræðinga í skólum eru: heilbrigðisfræðsla, heilbrigðisskoðanir, bólusetningar og aðstoð við börn með heilsuvanda.

Heilbrigðisfræðsla skólabarna byggir á hugmyndafræðinni um 6H heilsunnar (www.6h.is) en þar er lögð áhersla á Hollustu – hvíld – hreyfingu – hreinlæti – hamingju – hugrekki og kynheilbrigði.

Inná heilsuvefnum (www.6h.is) á vegum heilsugæslunnar og Embættis landlæknis má finna margvíslegan fróðleik frá fagfólki fyrir börn, ungmenni og foreldra.

Einnig má benda á vef Embættis landlæknis (www.landlaeknir.is) en undir „heilsa og líðan“ má finna ýmsar upplýsingar og fræðslu um einstaka áhrifaþætti á heilsu og heilbrigði er varða börn og ungmenni.

Reglubundnar skoðanir  og bólusetningar í heilsuvernd skólabarna:

Í 1, 4, 7 og 9 bekk fara fram hæðar-, þyngdar- og sjónmælingar ásamt viðtali um lífstíl og líðan.  

Ef þurfa þykir þá skoðar skólahjúkrunarfræðingur börn á  öðrum skólastigum og hefur einnig gert heyrnarmælingar ef foreldrar telja að barn þurfi þess konar mælingu.

 Bólusetningar eiga sér stað í 7 og 9 bekk.  Sendar eru upplýsingar til foreldra áður en bólusetningar eiga sér stað og farið nánar í hvað sé verið að bólusetja fyrir og leitað er eftir samþykki foreldra til að bólusetja börnin, sem ég eindregið hvet alla til að gera.

 Í 7 bekk fá börnin bólusetningu gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum, allt í einni sprautu.  Stúlkur fá einnig bólusetningu gegn Human Papiloma Virus sem getur valdið leghálskrabbameini síða meir þ.e. ef þær smitast af veirunni.  Það eru  2 sprautur og það verða að líða a.m.k. 6 mánuðir á milli gjafa.

Í 9 bekk er bólusett gegn stífkrampa, kíghósta, barnaveiki og lömunarveiki, allt í einni sprautu.

Nemendur í öðrum árgöngum eru skoðaðir eftir atvikum og ef ástæða er til.

Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Ólíkt öðru starfsfólki skólans, eru skólahjúkrunarfræðingar starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og geta því verið kölluð þangað fyrirvaralaust.

Ábyrgð skólahjúkrunarfræðings:

Skólahjúkrunarfræðingur ber ábyrgð á skólahjúkrun í þeim skóla sem hann starfar við. Hann vinnur samkvæmt lögum, reglugerðum og tilmælum er varða starf hans.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR