6. maí 2021

Vortónleikar 1. - 3. bekkjar

Nemendur í 1. – 3. bekk hafa verið duglegir í vetur að æfa og spila á hin ýmsu hljóðfæri. Í dag fengu þeir tækifæri til að sýna afrakstur sinn þar sem héldnir voru forskólatónleikar hjá Tónlistarskóla Rangæinga. Leikskólabörn á elsta stigi ásamt 4. bekk fengu að vera áhorfendur.

Nemendur í 1. bekk, sem hafa verið að læra á blokkflautu hjá Maríönnu Másdóttur, spiluðu saman tvö fjörug lög og Maríanna lék undir með þeim. Krakkarnir í 2. bekk hafa lært á píanó í vetur hjá Guðjóni Halldóri Óskarssyni og spiluðu þeir allir einspil. Loks lék 3. bekkur á fiðlur undir leiðsögn Guðmundar Pálssonar og spiluðu þeir skemmtilegar útgáfur af Gulur, rauður grænn og blár og enduðu svo tónleikana á að spila Krummi svaf í klettagjá.

Tónleikarnir voru mjög vel heppnaðir og krakkarnir stóðu sig afar vel. Þau hafa bersýnilega verið dugleg að æfa sig og gaman að sjá hvað þau voru örugg á sviði. Tónlistakennarnir töluðu um hvað gott væri að kenna nemendunum okkar 🙂

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR