7. desember 2021

Leikið í snjónum

Það fögnuðu ekki allir snjónum og frostinu undanfarna daga. En krakkarnir í Laugalandsskóla eru alsæl! Frímínúturnar eru nýttar til að skapa falleg snjólistaverk og auðvitað fá einstaka snjóboltar að fjúka. Krakkarnir hafa líka fengið að taka með sér sleða í skólann og farið að renna í Olgeirsbrekku. Líf og fjör!

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR