29. apríl 2022

Upplestrarkeppnin - Helga Fjóla í 2. sæti

Í gær var Röddin - Stóra upplestrarkeppnin haldin á Kirkjubæjarklaustri. 14 nemendur frá Rangárvallasýslu, V-Skaftafellssýslu og Vestmannaeyjum lásu ýmist texta úr bókinni Sjáumst aftur... eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur, ljóð eftir Jónas Hallgrímsson og að lokum ljóð sem nemendur höfðu valið sjálfir. Fulltrúar okkar þær Elísabet Líf og Helga Fjóla komu virkilega vel undirbúnar til leiks og stóðu sig frábærlega. Leikar fóru svo þannig að 1. sætið hlaut Ómar Azfar Valgerðarson Chattha úr Grunnskólanum á Hellu. Í 2. sæti lenti svo Helga Fjóla Erlendsdóttir og í 3. sæti var Íris Anna Orradóttir úr Víkurskóla.
Landsbankinn á Hvolsvelli gaf verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin. Við erum svo sannarlega stolt af þessum árangri og óskum Helgu Fjólu til hamingju.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR