12. desember 2022

Síðustu dagar fram að jólafríi

Nú eru einungis nokkrir dagar eftir fram að jólafríi. Síðasti hefðbundni kennsludagurinn verður á miðvikudag, 14. desember, og svo taka við uppbrotsdagar. Dagskráin er sem hér segir:

Fimmtudaginn 15. des er föndurdagur. Skólabílar keyra heim að loknum skóladegi kl. 15:00.

Föstudaginn 16. des er hátíðardagur. Þá mæta nemendur í sparifötum, senda frá sér jólakort og æfa jólaleikrit. Í hádeginu verður jólahlaðborð. Skólabílar keyra heim kl. 13:25.

Mánudaginn 19. des er sýningardagur. Fyrir hádegi er generalprufa og að henni lokinni fá nemendur möndlugraut.
Kl. 12:45 hefst aðalsýningin og þá býðst foreldrum og aðstandendum að koma og horfa á. Skólabílar keyra heim eftir sýningu en að sjálfsögðu mega nemendur fara heim með sínum foreldrum.

Þriðjudaginn 20. des eru Litlu-jól. Nemendur mæta með skólabílum klukkan 10:00 og eiga notalega stund með sínum stofufélögum. Þennan dag má taka með sér sparinesti. Skólabílar keyra börnin heim í jólafrí klukkan 12:00.

Við látum hér fylgja með mynd frá jólafatadegi sem var haldinn fyrir stuttu.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR