3. maí 2023

Útikennsla á miðstigi

Nemendur í 5. og 6. bekk eru í útikennslu 2x í viku - hvor bekkur fyrir sig. Dagný Rós sér um þessar kennslustundir og hún reynir að hafa þær fjölbreyttar og nýta allt það sem náttúran bíður upp á. Í tímunum hafa krakkarnir verið kynntir fyrir heimsmarkmiðum sameinuðuþjóðanna og í samhengi við það velt aðeins fyrir sér þeim auðlindum sem við íslendingar erum svo heppin að eiga. Einnig hafa þau aðeins velt fyrir sér stöðu okkar í samféalginu samanborið við önnur lönd. Annars höfum við mikið lagt áherslu á að hrista saman hópinn og lagt mikið uppúr því að spila ýmisskonar úti- og hópleiki ásamt samtals- og hópeflisleikjum. Nemendur láta vel af tímunum og eru dugleg að koma með nýjar hugmyndir

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR