7. desember 2023

Fréttir úr 6.-7. bekk

Samkennsla er í 6.-7. bekk þetta árið og er Guðbjörg Viðarsdóttir umsjónarkennari þeirra, hefur hún reynst góð viðbót við kennara Laugalandsskóla. Í haust hefur 6.-7. bekkur verið duglegur að samþætta námsgreinar og búa til hins ýmsu verkefni.
Okkur langaði að gera þessum verkefnum skil og deila með ykkur.
Á myndbandinu sem fylgir hér með er afrakstur þess að spyrða saman íslensku, upplýsingatækni og útinámi. Hver og einn nemandi skilaði litlu myndbandi og er eitt þeirra valið af handahófi hér til birtingar.  Í verkefninu var verið að vinna með grunn nafnorða, sagnorða og lýsingarorða, ásamt því að læra á nokkur forrit í iPadinum. Taka þurfti myndir, skrifa inn á þær og klippa til. Setja þær svo inn í glærugerðarforrit sem heitir “Keynote“  ásamt því að bæta við bakgrunnum, talupptöku og ýmsum hreyfingum. Að lokum nýttu svo nemendur sér skjáupptöku til að gera úr þessu myndband


Á Degi íslenskrar tungu flutti 7. bekkur hið myndræna ljóð Krummaljóð eftir Jóhannes úr Kötlum. Flutningur nemenda var virkilega flottur og atriðið allt heldur betur athygli vert. Nemendur höfðu nefnilega teiknað myndir við ljóðið sem settar voru saman í fallega glærusýningu sem rann á stóra tjaldinu á meðan á lestrinum stóð. Þar sem heilmikil vinna hafði verið lögð í þetta verkefni þótt alveg tilvalið að nýta tæknina enn frekar og gera úr þessu myndband.  Lestur nemenda var því tekinn upp á hljóðnema og settur inn á glærusýninguna.

Flottur hópur þarna á ferð!

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR