1. mars 2024

Fréttir af 4. bekk

Lífið í fjórða bekk er ávallt fjörugt og skemmtilegt. Í vetur höfum við verið að tileinka okkur boðskap lagsins hennar Gísellu Hannesdóttur frá Arnkötlustöðum sem var nemandi hér í Laugalandsskóla fyrir alls ekki svo löngu. Lagið heitir Dreifum gleði og ást en hér fyrir ofan stendur hópurinn undir fyrstu línunni í viðlaginu: Kærleikur og kurteisi kostar ekki neitt. Það er svo sannarlega rétt og er markmiðið að tileinka okkur það í samskiptum við hvert annað og vonum að sem flestir geri það líka. Eins og kom fram hér á heimasíðunni á dögunum kom hún í heimsókn í skólann og að sjálfsögðu gripum við tækifærið og buðum henni í heimsókn í stofuna okkar. Hún var yfir sig hrifin af því að fá að sjá hvernig við erum að vinna með lagið hennar og varð henni ljóst að lagið talar til okkar og vonandi mun þessi boðskapur dreifa sér til annara krakka í öðrum skólum og við erum fullviss um að lagið þarf að heyrast víðar

Við verðum líka leyfa því að fylgja að hér héldum við öskudaginn hátíðlegar og mættu allir nemendur í 4. bekk í algjörlega frábærum búningum. Mr. Bean, Georg Bjarnfreðarson, Barbie og Ken, Joe Boxer, frægar poppstjörnur og fótboltamaður og allskonar verur og karakterar.  

Að öðru. Fljótlega á haustdögum barst okkur tilkynning um teiknikeppni Mjólkursamsölunnar sem er haldin árlega fyrir alla fjórðu bekkinga landsins. 27. september markar upphaf keppninnar en dagurinn er Alþjóðlegi Skólamjólkurdagurinn sem er haldinn hátíðlegur víða um heim og er það stofnun Sameinuðu þjóðanna sem hvetur til þess. Teiknisamkeppnin hefur notið mikilla vinsælda um árabil og hafa mennta- og barnamálaráðherrar tekið þátt í vali á verðlaunamyndum og talað um mikilvægi keppna á borð við þessa fyrir skólasamfélagið.  

Myndefnið er frjálst en má þó gjarnan tengjast íslensku sveitinni, hollustu og heilbrigði en umfram allt að börnin gefi ímyndunaraflinu og sköpunargáfunni lausan tauminn svo þau fái tækifæri til að sýna það sem í þeim býr. Að jafnaði berast um 1.300 myndir í keppnina frá nemendum alls staðar af landinu og  núna í mars 2024 verða veitt verðlaun fyrir 10 bestu myndirnar að mati dómnefndar. Hver mynd er verðlaunuð með 40.000 kr. peningagjöf frá MS sem rennur óskipt í bekkjarsjóð viðkomandi og getur bekkurinn nýtt þá upphæð í að gera sér glaðan dag saman og efla liðsheild.  Við hérna í fjórða bekk erum að sjálfsögðu sigurviss og hlökkum mikið til að heyra hvernig úrslitin fara. Krakkarnir sjá fyrir sér að nýta vinningsupphæðina í að gera eitthvað skemmtilegt saman. En auðvitað erum við raunsæ og reynum að minna okkur á að úrslitin geta fallið eitthvert annað.  

Eins og þið sjáið er öll þessi listaverk hjá þeim virkilega glæsileg og vönduð. Þau unnu myndirnar saman í pörum eða stærri hópum og afraksturinn talar sínu máli. 

Jón og Stefán
Arnold og Sigursteinn
Esteban Gabríel
Elma Rún og Þórdís Birna 
Þórdís og Elma Rún
Stormur Logi 
Sigursteinn Ingi og Ólafur Kolbeinn 
Sigrún Ýr, Elma Rún, Guðbjörg Stella og Þórdís Birna 
Benedikt Veigar og Reynir Logi

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR