8. maí 2024

Skólareglur

Í upphafi árs var ákveðið að endurskoða skólareglur Laugalandsskóla og skýra betur á hvaða hátt unnið er með agabrot. Kennarar nú lokið þessari vinnu og búið er að kynna afraksturinn fyrir öllum hlutaðeigandi.
Skólareglurnar sem áður voru 10 falla nú í 3 flokka sem ætlað er að ná yfir allt það sem hinar reglurnar 10 gerðu áður. Við viljum vinna með bættan skólabrag við Laugalandsskóla og leggjum áherslu á að við erum öll, bæði starfsmenn og nemendur hluti af stærri heild. Við getum með framkomu okkar haft áhrif á skólabraginn og við berum sameiginlega ábyrgð á honum.
Við viljum að nemendur nemendur beri ábyrgð á eigin námi sem og framkomu, hegðun og samskiptum, innan skóla sem utan, við félaga, starfsfólk og aðra í skólasamfélaginu. Nemendur bera einnig ábyrgð á framkomu sinni og samskiptum með hliðsljón af aldri og þroska. Við viljum að nemendur fari eftir skólareglum og lúti fyrirmælum starfsmanna skólans.
Einnig liggur fyrir skjal er nefnist meðferð agabrota sem er ætlað að samstilla okkur í þeim skrefum sem tekin eru þegar vikið er frá skólareglum og til að gæta samræmis í meðferð einstakra mála.
Þó stutt sé eftir af skólaárinu leggjum við þetta fram núna til þess að fá tækifæri til að að æfa okkur og máta okkur við þennan ramma, bæði nemendur og starfsfólk.
Í haust ætlum við að hafa skólaþing með öllum nemendum svo þau eigi kost á því að koma með hugmyndir sínar að borðinu, það verður með þjóðfundarformi og verður kynnt betur þegar þar að kemur.

Þetta má kynna sér betur hér



Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR