7. júní 2024

Skólaslit og sumarkveðjur

Föstudaginn 31. maí var skóla slitið í Laugalandsskóla.
Allir nemendur skólans ásamt foreldrum og öðrum aðstandendum komu þá saman í íþróttasal skólans kl. 17:00. Athöfnin hófst á ræðu skólastjóra Jónasi Bergmann Magnússyni sem fór yfir farin veg á skólaárinu ásamt því að segja frá helstu áherslum næsta skólaárs.

Síðan komu allir árgangar upp á svið og tóku á móti námsmati úr hendi umsjónarkennara síns.

Það er alltaf gleðistund þegar nemendur klára tiltekin áfanga, ef til vill sér í lagi hjá 10. bekk sem er að ljúka grunnskólagöngu sinni og hefja ný ævintýri.
Nemendur 1. bekkjar afhentu síðan hverjum útskriftarnemanda, sem voru 13 að þessu sinni ,eina rós og í kjölfarið hélt formaður nemendaráðs og útskriftarnemandi Anton Óskar Ólafsson þar sem hann fór yfir farinn veg og þakkaði öllum þeim kennurum sem höfðu komið að kennslu útskriftarhópsins í gegnum tíðina. Sem fulltrúi nemendaráðs var Anna Ísey Engilbertsdóttir sem einnig fór með nokkur orð um það starf sem nemandaráð hefur staðið fyrir í vetur.  Nemendur 10. Bekkjar kölluðu alla starfsmenn upp á svið og færðu þeim rós að skilnaði.

Eftir að skólastjóri hafði sagt skóla slitið áttu foreldrar og nemendur kost á að skoða verk nemenda á vorsýningu.

Gleðilegt sumar og við sjáumst við skólasetningu þann 22. ágúst kl. 17:30 í íþróttasal skólans. 

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi

SKÓLAREGLUR