Mætt eru: Jónas skólastjóri, Bæring fulltrúi kennara, Ragna fulltrúi kennara, Jóhanna Hlöðversdóttir fulltrúi foreldra, Elísabet Líf fulltrúi nemenda, Anna Ísey fulltrúi nemenda, Borghildur fulltrúi grenndarsamfélagsins.

Jónas setti fundinn

1.mál

Jónas kynnti skóladagatal næsta árs. Helstu punktar sem ræddir voru; skólasetning er 22.ágúst, 19.sept er réttardagur og sá dagur verður skertur dagur í ár þar sem allir nemendur eru keyrðir heim í hádeginu. Þá er frídagur í október sem er færður frá maí oft er mikið um frídaga á vorinn en næsta ár er enginn frídagur né nokkurt uppábrot svo því var farin sú leið að setja inn frídag um miðjan mánuð til þess að brjóta upp. Þá eru uppbrotsdagar í desember lok einnig skertir dagar og nemendur keyrðir heim fyrr. Nemendur mæta 3. janúar aftur til vinnu. Annarskilin okkar eru færð um viku vegna mikilla uppbrota í desember. Öskudagur er skertur dagur eins og var í vetur. Þá var rætt um daga eftir páska sem eru ansi slitróttir og þar hefði verið föstudagur eftir sumardaginn fyrsta sem hugmynd hefði verið að hafa sem frídag en sá frídagur settur í október í staðin. Umræður voru um hversu ákjósanleg föstudagsfrí eru fyrir fjölskyldur en þá var einnig rætt um að horft hafi verið til þess að ekki of margir auka frídagar lendi í sama mánuði. Í maí er frídagur á föstudeginum eftir 1.maí og skólaslit eru 30.maí.

2. mál

Jónas renndi í gegnum fjárhagsáætlun ársins. Ræddi m.a. stækkun á liðnum innanstokksmunir og tæknikaup og skýrist það m.a. að breyttum áherslum innan skólans þar sem verulega þarf að endurnýja bæði innanstokksmuni og tölvukost skólans. Rætt um forskólann og kostnað og tilhögun hans. Einhverjir skólar hafa hætt þessu samstarfi en okkar reynsla er góð af samstarfinu, það er á Dagskólatíma og vilji stjórnenda til þess að halda því óbreyttu. Rætt var um mötuneytiskostnað og heilsu eflandi samfélags átaksverkefni sveitarfélagsins sem þó hefur lítið farið fyrir en á að fara keyra betur inn. Almenn skoðun fundarmanna að mötuneytið væri gott en alltaf eru tækifæri til úrbóta.

3. mál

Jónas kynnti nýjar mætingarreglur unnar af Skólaþjónustunni fyrir alla skóla svæðisins. Vilji var til þess að samræma milli allra skóla þessar reglur og er það nú hægt með þeim reglum og aðgerðaráætlun sem Jónas kynnti. Umræður sköpuðust og var meðal annars rætt um ábyrgðina á skólaskyldunni sem liggur hjá foreldrum.

4. mál

Skólareglur. Kynntar voru nýjar skólareglur skólans. Þeim er fækkað úr 10 í 3. Þær eru nú Kurteisi, Heilbrygði og Öryggi. Jónas kynnti hvað fælist í hverri reglu og kynnti einnig aðgerðaráætlun sem reglunum fylgja. Umræður sköpuðust um þátt hollustu í heilbrygði m.a. orkudrykki og hollt nesti og hvar mörkin liggja. Jónas sagði að varðandi það hvað teldist hollt nesti lægi fyrir að skýra það nánar og fara í þá vinnu væntanlega með þeim sem kemur til með að leiða vinnu sveitarfélagsins í Heilsueflandi samfélagi.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið

Fundargerð ritaði

Ragna Magnúsdóttir

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR